Krumma Films ehf. er kvikmyndaframleiðslufyrirtæki staðsett í Reykjavík.Fyrirtækið var sett á laggirnar 2003 og gert að ehf 2007.

Krumma Films leggur áherslu á framleiðslu sjónvarpsþátta og heimildamynda um mannfræðileg og samfélagsleg málefni. Við höfum starfað töluvert á erlendri grundu meðal annars í Tyrklandi, Líbanon, Rúanda, Kenía, Bandaríkjunum, Skandinavíu, og víðsvegar um Evrópu. Þó að við höfum talsverða sérhæfingu í framleiðslu sjónvarpsefnis og heimildakvikmynda eru við bæði með teiknimyndaseríu fyrir börn og leikna mynd í fullri lengd í þróun.

Einnig höfum við framleitt talsvert af kynningarefni fyrir fyrirtæki og stofnanir.