Description
Stelpurnar okkar, heimildamynd um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu um að komast á Evrópumeistarmótið í Finnlandi, er nú komin út á DVD. Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir fylgdust með stelpunum þegar þær brutu blað í knattspyrnusögu Íslands og urðu fyrsta íslenska landsliðið til að komast í lokamót í knattspyrnu. Kvikmyndin spannar hálft annað ár í þessari sögu – á meðan landsliðið tryggði sér þátttökurétt á Evrópmeistaramótinu sem fór fram í Finnlandi í ágúst 2009.
Leikstjórn: Þóra Tómasdóttir
Lengd 90 mínútur
Format HD
Tungumál: Íslenska og með enskum texta