Description
Ragnar Bjarnason stendur á tímamótum þar sem hann er að sigla inn í 75. aldursárið, ár sem er einnig markar 60 ára starfsafmæli hans. Í kvikmyndinni er skyggnst á bakvið ímynd söngvarans „Ragga Bjarna“ og ferill hans skoðaður sem spannar nánast alla sögu íslenskrar dægurtónlistar. Við fylgjum Ragnari eftir í undirbúningi fyrir stórtónleika í Laugardalshöll og fáum aðgang að hans daglega lífi. Heimildarmyndin varpar ljósi á manninn á bak við hinn goðsagnakennda og síunga rokkara og rifjar upp skrautlegt lífshlaup hans.
Leikstjórn: Árni Sveinsson
Lengd 90 mínútur
Format HD
Tungumál: Íslenska og með enskum texta