Description
„Mamma veit hvað hún syngur“ er margverðlaunuð stuttmynd um Nönnu og son hennar Guðna Geir sem búa í miðborg Reykjavíkur. Þó að pilturinn sé kominn á þrítugsaldurinn heldur Nanna fast í einkasoninn og virðist staðráðin í að hrekja alla hugsanlegar tengdadætur í burtu. En dag nokkurn tekur samband þeirra mæðgina óvænta stefnu þegar Guðni Geir játar fyrir mömmu hvaða mann hann hafi að geyma.
Helga Braga Jónsdóttir og Víðir Guðmundsson fara á kostum í hlutverkum Nönnu og Guðna Geirs. Ófaglærðu leikararni gefa þeim ekkert eftir en það eru þau: Jóhanna Bogadóttir, Eva Þorsteinsdóttir, Engilbjört Auðunsdóttir, Davíð Nóel Jógvansson og Máni Sær Viktorsson aka Cócó
Leikstjóri: Barði Guðmundsson
Lengd: 20 mínútur
Format HD
Tungumál: Íslenska og spænska með enskum texta.