Description
Hvað er svona merkilegt við það? fékk Eddu verðlaunin 2015 sem besta heimildamyndin. Hún fjallar um skrautlega kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Myndin rekur sögu Kvennaframboðsins og Kvennalistans og hvað gerist þegar grasrótarsamtök storma inn í hið skipulagða kerfi. Við fylgjum hreyfingunni eftir til enda og skoðum langtímaáhrif hennar allt fram til dagsins í dag.
Leikstjórn: Halla Kristín Einarsdóttir
Lengd: 74 mín
Format HD
Tungumál: Íslenska
Einnig fáanleg með enskum texta.