Stelpurnar okkar eftir Þóru Tómasdóttur
Stelpurnar okkar fjallar um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu um að komast á Evrópumeistarmótið í Finnlandi 2009. Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir fylgdust með landsliðinu í hálft annað ár þegar að stelpurnar brutu blað í knattspyrnusögu Íslands og urðu fyrsta íslenska landsliðið til að komast í lokamót í knattspyrnu.
Lengd: 91 mín
Format: Digital Betacam
Framleiðandi: Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Kvikmyndataka: Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Bergsteinn Björgúlfsson
Klipping: Elisabet Ronaldsdottir
Frumsamin tónlist: Barði Jóhannsson
Frumsýnd: Háskólabíó 14. ágúst 2009, RÚV 2. desember 2009