Óbeisluð fegurð efir Tinu Naccache og Hrafnhildi Gunnarsdóttur
Óbeisluð fegurð segir frá óvenjulegri fegurðarsamkeppni sem fram fór í samkomuhúsinu í Hnífsdal vorið 2007. Reglurnar voru einfaldar: Keppendur máttu vera af báðum kynjum en urðu þó að vera komnir af barnsaldri og vera sem upprunalegastir. Þess var ekki krafist af keppendum að grenna sig eða þyngja og það taldist þeim til tekna ef þeir höfðu hrukkur, slit, aukakíló, skalla eða voru komnir við aldur. Þessi líflegi og andófskenndi viðburður vakti fólkið í þessu litla þorpi sem og víðar til umhugsunar um „fegurðarstaðla samtíðarinnar“ sem að sögn skipuleggenda eru gengnir langt út fyrir allan þjófabálk.
Lengd: 57 mínútur
Format: Digtal Betacam
Framleiðandi : Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Tina Naccache
Leikstjórn: Tina Naccache og Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Kvikmyndataka: Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Klipping: Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Steinþór Birgisson
Hljóðvinnsla: Tómas Freyr Hjaltaon