Hvað er svona merkilegt við það eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur og Hrafnhildi Gunnarsdóttur
Heimildamynd Höllu Kristínar Einarsdóttur Hvað er svona merkilegt við það? hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar 2015. Myndin er framhald annarrar myndar Höllu Kristínar, Konur í rauðum sokkum, sem einnig hlaut sömu verðlaun 2009.
Myndin fjallar um kvennaframboðin sem birtust á stjórnmálasviðinu á níunda áratug síðustu aldar í kjölfar hinna róttæku kvennabaráttu áratugarins á undan.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir framleiddi myndina fyrir Krumma Films.