Hrein og bein eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Þorvald Kristinsson
Í kvikmyndinni birtist kornungt samkynhneigt fólk sem segir frá reynslu sinni þegar þau komu út úr skápnum. Hér er lögð rík áhersla á einlægar og persónulegar frásagnir þar sem fléttast saman húmor og alvara. Leitast er við að ná fram grundvallarkenndum eða tilfinningum hinnar samkynhneigðu reynslu.
Útkoman er einstaklega berskjölduð og einlæg frásögn um hinn samkynhneigða veruleika eins og hann blasti við ungmennunum 2003.
Lengd: 57 mínútur
Format: Beta SP
Framleiðandi: Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Þorvaldur Kristinsson
Kvikmyndataka: Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Klipping: Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Frumsýnd: 2003 í Regnboganum, sýnd á Stöð 2
Útgefin á DVD