Corpus camera eftir Sigurjón B. Hafsteinsson og Hrafnhildi Gunnarsdóttur
Heimildarmyndin Corpus Camera fjallar um tengsl fólks við ljósmyndir af látnu fólki.
Á seinnihluta nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu var algengt á Íslandi að taka ljósmyndir af látnum ættingum. Sérstaklega var algengt að taka myndir af látnum börnum.
Kvikmyndagerðarmennirnir fóru á stúfana til að kanna myndeign fólks á slíkum myndum, hvort ljósmyndir af látnum væru teknar í dag og ekki síst hvað fólk hafði að segja um þessar myndir af látnum ættingjum sínum. Í myndinni segir frá hefð sem er ennþá stunduð út um allt land.
Rætt er við fjölmarga einstaklinga sem á einlægan og tilfinningaríkan hátt lýsa sambandi sínu við þá látnu og hvaða hlutverki ljósmyndirnar þjóna. Þetta er hjartnæm mynd sem lætur engann ósnortinn.
Lengd: 57 minutes
Format: Betacam SP
Framleiðandi: Böðvar Bjarki Pétursson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Kvikmyndataka og klipping: Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Frumsamin tónlist: Jóhann Jóhannsson
Frumsýnd: 1999 á Stöð 2